Flokkur:Anna Jóna Lárusdóttir, heiðursverðlaunahafi SHH 2024

Úr SignWiki
Útgáfa frá 31. janúar 2024 kl. 08:21 eftir Arny (Spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2024 kl. 08:21 eftir Arny (Spjall | framlög)
Jump to navigation Jump to search

Bæta við sögu

Anna Jóna Lárusdóttir hlýtur heiðursviðurkenningu SHH á degi íslenska táknmálsins árið 2024 fyrir framlag sitt til varðveislu ÍTM.

Á Samskiptamiðstöð eru varðveitt fjölmörg myndbönd þar sem Anna Jóna segir sögur úr lífi sínu og er viðmælandi í viðtölum sem tekin hafa verið af ýmsu tilefni. Framlag Önnu Jónu til varðveislu ÍTM er ómetanlegt, fjársjóður sem komandi kynslóðir geta leitað í, séð áhugaverðar sögur og rannsakað íslenskt táknmál.

Anna Jóna Lárusdóttir fæddist á Akureyri þann 29. september 1950. Fjögurra ára gömul fór hún á heimavist í Heyrnleysingjaskólanum og lauk unglingaprófi þaðan árið 1966, þá fór hún í nám í Myndlista- og handíðaskólanum veturinn 1967-1968. Á árunum 1988-1993 sótti Anna Jóna nokkur námskeið fyrir táknmálskennara hjá Døves Center for Total Kommunikation í Danmörku, einnig tók hún einingar í táknmálsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð og félagsfræði við Iðnskólann í Reykjavík. Anna Jóna sótti ýmis námskeið á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnaskertra, stofnunnar í Örebro og Þekkingarmiðlunar og lauk námskeiðum fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskóla á vegum Borgarholtsskóla árið 2002.

Anna Jóna hefur búið víða á Íslandi en á árunum 1976-1986 bjó hún í Skotlandi, Saudi-Arabíu og Englandi og margar af hennar frásögnum eru frá þeim tíma.

Í gegnum tíðina hefur Anna Jóna sinnt kennslu í ÍTM, á vegum Heyrnleysingjaskólans, Vesturhlíðarskóla, Samskiptamiðstöðvar og Hlíðaskóla, ýmist að kenna döff börnum eða heyrandi fólki. Þónokkrar upptökur eru til af Önnu Jónu sem notaðar hafa verið til kennslu, bæði upptökur af hennar eigin kennslu sem og upptökur af frásögum hennar sem notaðar hafa verið sem kennslugögn. Anna Jón vann einnig á leikskólanum Fífuborg auk þess að sjá um félagsstarf aldraðra döff í samvinnu við Gerðuberg fram til ársins 2015. Anna Jóna sat í stjórn Félags heyrnarlausra með hléum á árunum 1991-2015, þar af formaður frá 1993-1996. Einnig sat hún í stjórn félagsins Döff 55+ um margra ára skeið allt fram til ársins 2023.

Eiginmaður Önnu Jónu frá árinu 1969 er Jón Baldvin Georgsson f. 1948. Jón er kennari og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn; Guðmund Helga f. 1970, Oddnýju Völu f. 1973 og Jóhannes Baldvin f. 1979. Barnabörnin eru: Eva Helga f. 2002, Anton Brimar f. 2005, Aleksandar Noi f. 2006, Petra f. 2010, Steinunn Marsilía f. 2004, Anna Hrefna f. 2008, Ágúst Baldvin f. 2011.

Myndböndin hér að neðan eru annars vegar í tímaröð og hins vegar í stafsetningarröð eftir titlum.

Síður í flokknum „Anna Jóna Lárusdóttir, heiðursverðlaunahafi SHH 2024“

Þessi flokkur inniheldur 58 síður, af alls 58.