Flokkur:Málhafar ÍTM, fæddir 1950-1965

Úr SignWiki
Útgáfa frá 11. febrúar 2024 kl. 11:38 eftir Arny (Spjall | framlög) Útgáfa frá 11. febrúar 2024 kl. 11:38 eftir Arny (Spjall | framlög)
Jump to navigation Jump to search

Hér verða birt myndbönd af frásögnum og viðtölum við einstaklinga sem lagt hafa mikið af mörkum til varðveislu íslensks táknmáls.


Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur um áraraðir varðveitt og staðið fyrir upptökum á frásögnum, viðtölum og ýmsum öðrum frásagnarformum málhafa íslensks táknmáls. Markmið stofnunarinnar hefur verið að varðveita íslenskt táknmál og sögur málsamfélagsins. Á næstu árum er það jafnframt markmið stofnunarinnar að birta þessi myndbönd og heiðra málhafana sjálfa fyrir framlag þeirra til menningar- og sagnaarfs íslensks táknmáls. Með því að birta efnið sem málhafar hafa skapað og veitt Samskiptamiðstöð til upptöku og dreifingar nýtist það ekki eingöngu til varðveislu heldur einnig til rannsókna og kennslu. Þá er efnið dýrmætur hluti af sagnaarfi táknmálsfólks og veitir táknmálsbörnum sýn inn í reynsluheim táknmálsfólks fortíðar og nútíðar og eflir sjálfsmynd þeirra til framtíðar.

Undirflokkar

Þessi flokkur hefur eftirfarandi 1 undirflokk, af alls 1.