Hernámsæskan, 1. þáttur: hernám Íslands

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Hernámsæskan

Hernámsárin stóðu yfir á árunum 1940-1945 og voru einn örlagaríkasti tími þjóðarinnar. Í þessari þáttaröð verður saga tímabilsins sögð af sjónarhóli þeirra sem þá voru á æskuárum. Hvernig upplifði unga fólkið hernámið, hver voru samskiptin við herinn og hvaða áhrif hafði hernámið á æskulýðinn? Leifur Reynisson dregur fram munnlegar frásagnir víða um land og fléttar saman við samtímaupptökur og tónlist tímabilsins.

1. þáttur: Hernám Íslands Í fyrsta þætti er sagt frá hernámsdeginum og viðbrögðum fólks við hernáminu. Gerð er grein fyrir því hvernig hernámið gekk fyrir sig fyrstu dagana og til hvaða ráðstafana var gripið til að vernda æsku landsins. Dregin er upp mynd af því hvernig herinn setti mark sitt á umhverfið þar sem hann kom sér fyrir víða um land.

Viðmælendur eru: Adolf Bjarnason, Árni Valur Viggósson, Björn Sigurbjörnsson, Bryndís Víglundsdóttir, Frantz Pétursson, Guðmundur Einarsson, Hafsteinn Flórentsson, Hrafnhildur Einarsdóttir, Ingibjörg Árelíusardóttir, Jón Hilmar Gunnarsson, Jón Sigvaldason, Kristín Þorleifsdóttir, Magnús Erlendsson, Magnús Thejl, Sigurður Jóhannesson, Sigurjón Vilhjálmsson og Þórunn Melsteð.

Umsjón og dagskrárgerð: Leifur Reynisson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri.

Hér má hlusta á alla þættina í heild sinni [[1]]